Hér er listi yfir þær myndir sem eiga það sameiginlegt að vera í bíóhúsum höfuðborgarinnar og ég hef séð, ásamt stuttri gagnrýni minni um hverja og eina:
Avatar = Dances with wolves + The Smurfs
Flott, skemmtileg og [hvað sem er] mynd. Ein af fáum myndum sem ég væri til í að sjá aftur í bíó. 4 stjörnur af 4.
Harry Brown = Grumpy old men + Taken
Nokkuð góð mynd sem er laus við allt Hollywoodglingur, sem þarf ekki að vera jákvætt. 2 stjörnur af 4.
Sherlock Holmes = House M.D. + Fight club
Sherlock slæst ber að ofan á milli þess sem hann greinir allt í klessu. Hljómar skemmtilegt en eitthvað vantar uppá. 3 stjörnur af 4.
The Road = The book of Eli (giska ég á) + Kramer vs. Kramer
Virkilega vel gerð og áhugaverð mynd. Það þýðir samt ekki að hún sé skemmtileg. 2,5 stjörnur af 4.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.