fimmtudagur, 28. janúar 2010


Ég óska hérmeð Búnaðarbankanum/KB banka/Kaupþing/Arion banka til hamingju með að ná að senda mér VISA reikning loksins en þrjú ár eru liðin frá því breytti lögheimili mínu og tilkynnti þeim fyrst nýtt heimilisfang.

Síðan þá hef ég ítrekað breytinguna á lögheimilinu fimm sinnum, en allt kemur fyrir ekki. Þau senda mér VISA reikninginn enn í Fellabæ, þar sem ég bjó síðast fyrir níu árum (en var skráð lögheimili þar til fyrir þremur árum).

Viðbót: Þetta var víst bara venjulegur reikningur stílaður á Arion Banka. Ég bíð því enn eftir VISA reikningnum. Spennandi!

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.