Ég kannaðist við þessa mynd en vissi ekki hvaðan. Skömmu síðar fattaði ég það og vildi deila með umheiminum.
Í kvöld hef ég eytt klukkutíma í að leita að þessari mynd af Kurt Cobain á netinu, án árangurs. Svo ég nota bara ömurlegu myndina sem ég tók á GSM símann minn:
Málverkið áttu foreldrar mínir þegar ég var lítill. Sem útskýrir kannski af hverju ég fer aldrei á hryllingsmyndir í bíó. Magnað málverk engu að síður.
Allavega, er að lesa ævisögu Kurt Cobain þessa mánuðina aðeins þremur árum eftir að ég fékk hana í jólagjöf og fæ reglulega flogaköst úr söknuði (eða einhverju sambærilegu) við lesturinn. Hér eru því tvö uppáhaldslögin mín með Nirvana:
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.