mánudagur, 9. nóvember 2009

Síðastliðna viku hefur verið nóg að gera hjá mér. Hér er dagskráin í grófum dráttum:

Miðvikudagur
Snarvitlaust að gera í vinnunni, þar sem ég kláraði verkefni til að geta tekið 2ja daga frí.
Styrmir bróðir kom til landsins en hann er búsettur í Svíþjóð dags daglega.
Körfuboltaæfing.
Matarboð hjá pabba.

Fimmtudagur
Frí frá vinnu.
Rölt um bæinn með Styrmi. Hlutir sóttir og fólk heimsótt.
Körfuboltaæfing.

Föstudagur
Frí frá vinnu.
Keyrt til Akureyrar með Styrmi.
Spjallað við fjölskylduna, nokkur lög sungin. Dansað. Horft á hryllingsmynd.

Laugardagur
Keyrt til Reykjavíkur með Styrmi og Helga.
Óvænt teiti haldið fyrir Styrmi af vinum hans. Sjá mynd 1 að neðan. Fleiri myndir koma síðar.

Sunnudagur
Matarboð hjá pabba og Laufey konu hans.
Helgi bróðir fer austur.
Lífinu tekið með ró.
Nammipartí með Styrmi, Björgvini, Svetlönu og Sibba. Sjá mynd 2 að neðan.

Mánudagur
Styrmir fer aftur til Svíþjóðar.
Snarvitlaust að gera í vinnunni.
Körfuboltaleikur UMFÁ gegn Snæfelli tapast 49-122 fyrir einhverja óheppni. Liðsmenn UMFÁ skarta yfirvaraskeggi. Myndir síðar.

Mynd 1:


Mynd 2:

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.