Síðasta 0,0041 ár hef ég ferðast hvorki fleiri né færri en 850.000.000 millimetra. Þið lásuð rétt; ég ók til Akureyrar í gær og til baka í dag, þar sem Styrmir bróðir er á landinu í fyrsta sinn í nokkur ár.
Þessi mynd var tekin í leiðinni:
Frá vinstri: Mamma, Helgi bróðir, Kolla systir, Styrmir bróðir, Anna María frænka og Árni Már mágur.
Þá vitið þið einu reglu fjölskyldunnar; allir strákar eiga að vera í dökkum fötum og allar stelpur í rauðu.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.