mánudagur, 16. nóvember 2009

Nokkrar smásögur úr daglegu lífi mínu:

1. Bílavesen part MMDCCL
Svo virðist sem pústið sé við það að detta undan bílnum mínum. Það er ekki í frásögu færandi, sérstaklega ekki hjá þessari ömurlegu afsökun minni fyrir bifreið, nema af því fyrir 4 mánuðum lét ég setja nýtt pústkerfi undir þetta djöfulsins drasl.

Ég óska hérmeð eftir sjálfboðaliðum í að halda bifvélavirkjanum niðri á meðan ég treð pústinu upp í nefið á honum.

2. Risastórt helvítis epli

Bara. Stórt epli.

3. Veikindi
Síðustu sex daga hef ég talið mig á barmi veikinda. En allt hefur komið fyrir ekki. Í gærkvöldi hélt ég svo að ég væri loksins orðinn veikur en mætti samt í vinnu, þar sem umtalsvert margir fermetrar af verkefnum bíða mín.

Í kvöld var ég svo á báðum áttum hvort ég ætti að spila leik með UMFÁ gegn KKF Þóri en lét mig hafa það, sem mitt síðasta verk fyrir mikil veikindi. Það fór ekki betur en svo að við unnum 68-53, þar sem ég skoraði 13 stig og átti fínan leik.

Ég bíð því áfram eftir því að ég verði almennilega veikur.

4. Myndamaraþon
Í síðustu 8 af 10 bloggfærslum hafa myndir spilað stóra rullu. Með þessari færslu gera það 9 af síðustu 11. Og það er ekki allt; ég hef amk eina færslu í viðbót stútfulla af myndum.

Mér fannst það bara merkilegt.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.