Á mánudaginn næstkomandi (12. október 2009) spilar körfuboltalið mitt, UMFÁ, fyrsta leik tímabilsins í 2. deildinni.
Hann fer fram í íþróttahúsi Álftaness og hefst kl 20:00. Ég mæli með því að fólk mæti.
Allavega, ástæðan fyrir bloggskrifum þessum er sú að í dag skrifaði ég og sendi mitt fyrsta bréf (og vonandi ekki það síðasta) til Dorrit Moussaieff.
Bréfið er hér að neðan. Smellið á það fyrir stærra eintak í nýjum glugga.
Það eru ekki ýkjur að segja að leikmenn UMFÁ séu nánast óstarfhæfir úr spennu yfir mögulegri komu Dorritar á heimaleikina í vetur.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.