sunnudagur, 11. október 2009

Á körfuboltaæfingu dagsins tognaði ég á þumalfingri hægri handar þegar boltinn skall á honum framanverðum. Ég er þá með þrjá tognaða fingur á hægri hönd.


Ég hef þó enn tvo nothæfa putta. Meira þarf ég ekki til að klúðra skotum.

Það verður áhugavert að sjá hvernig ég teipa höndina fyrir leikinn á mánudaginn. Hálfgerð ástæða til að mæta á leikinn, segja... engir.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.