1. Sigur
Fyrsti leikur körfuboltaliðsins UMFÁ í 2. deildinni fór fram í kvöld. Löng saga stutt:
UMFÁ 81 [mitt lið]
HK 53
Mjög stöðugur og góður leikur. En samt berst ég við tárin þar sem Dorrit mætti ekki.
2. Tónlist.is
Ég skráði mig inn á tónlist.is í fyrsta sinn í nokkur ár um daginn og komst að því að ég átti þar rúmlega 400 krónur inni. Ég keypti mér því fjögur íslensk lög en heiti því að gefa aldrei upp hvaða lög það voru.
Nokkrar vísbendingar:
* Eitt laganna er samið og sungið af Björgvini Halldórssyni.
* Ekkert þeirra er með Sálinni hans Jóns míns, enda er ég ekki geðsjúkur.
* Það er möguleiki á að eitt þeirra sé sungið af Pálma Gunnarssyni. Jafnvel tvö.
* Ég fyrirlít sjálfan mig fyrir að tralla með þessum lögum.
* Einu lagi póstaði ég í nýlegri bloggfærslu.
3. Hryllari
Ég er alvarlega að spá í að fara á hryllingsmynd í bíó en það hef ég ekki gert síðan ég var 15 ára.
Það hef alltaf verið á móti hryllingsmyndum. Ekki af því ég verð svo hræddur, enda er ég mikið karlmenni, heldur vegna fjárhagsástæðna.
Mér finnst ósanngjarnt að borga mig inn á heila mynd þegar ég sé ekki nema helminginn af henni fyrir höndunum á mér og heyri varla nema 75% af henni vegna öskra í
Myndin er Orphan og ástæðan sú að ég hef séð allar aðrar myndir.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.