miðvikudagur, 14. október 2009

Hér er heilsuráð dagsins:

Eitt af mörgu sem fer í taugarnar á mér við að vakna á morgnanna eru stírurnar í augunum. Eftir að ég fór að nota linsur hefur þetta vandamál snaraukist einhverra hluta vegna og þannig eyði ég fyrsta hálftímanum á hverjum degi í að þrífa á mér augun.

Lausnin við vandamálinu er svo einföld að ég hálf skammast mín fyrir að segja frá henni. Hún er einfaldlega að sofa minna en hálftíma yfir nóttina. Augun hafa ekki tíma til að hnoða saman stírum á hálftíma og ég vakna hress yfir stíruleysinu.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.