Löngum hef ég barið í borð (ef ég hef setið eða staðið við borð) og öskrað þegar ég sé bíómyndaúrval bíóhúsanna. Einkum og sér í lagi hef ég kvartað yfir hræðilegu úrvali Senu bíóhúsanna (Smárabíó, Háskólabíó og Regnboginn) og sagt Sambíóin mun betri þegar kemur að úrvali og gæðum.
Yfirleitt er mér sagt að halda kjafti og/eða sanna það. Nú er komið að því. Ég tek myndir bíóhúsanna í dag, 14. september 2009 og ber saman allt í senn:
* Meðaleinkunn myndanna á imdb.
* Vegið meðaltal myndanna á imdb út frá fjöldi sýninga á dag.
* Vegið meðaltal myndanna á imdb út frá fjölda gefinna einkunna.
Fyrst; allar myndirnar:
[Smellið á mynd fyrir stærra eintak í nýjum glugga].
Hér má svo sjá samantekt bíóhúsanna og fyrirtækjanna utan um þau, þar sem vegin meðaltöl eru tekin:
[Smellið líka á þessa mynd fyrir stærra eintak í nýjum glugga].
Helstu niðurstöður:
* Sena virðist vera með bestu myndirnar. Það fer svo eftir því hvernig litið er á það hvort Sambíóin eða Laugarásbíó séu í 2. sæti.
* Háskólabíó býður upp á bestu myndirnar.
* Regnboginn er með verstu myndirnar, en á móti kemur að það kostar bara kr. 750 á myndirnar gegn kr. 120.000 (gróf áætlun) í hinum bíóhúsunum.
* Sambíóið Álfabakka er með vinsælustu/elstu myndirnar ef marka má fjölda einkunna sem myndirnar eru að fá á imdb.
* Ég hef ekkert að segja um Sambíóið í Kringlunni. Fínt bíó bara.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.