Á körfuboltaæfingunni í gær hljóp ég á tímabili eins og ég væri búinn að missa vitið, fékk olnbogaskot um allan líkama, var sleginn í hendur og andlit og er nokkuð viss um að á einum tímapunkti hafi leikmaður lent ofan á mér í báráttu um frákast.
Eftir æfingu var mér svo klappað létt á hægri öxlina í einhverju sprelli í búningsklefanum. Í dag get ég ekki hreyft á mér hægri handlegginn fyrir verkjum í umræddri öxl.
En engar áhyggjur. Þetta er ekkert sem hellingur af sjálfsvorkunn lagar ekki.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.