miðvikudagur, 16. september 2009


Í gær var ég spurður af hverju ég drekk ekki meira Pepsi. Ég hafði ekkert svar. Ég hef drukkið Kók frá því ég var nógu gamall til að þola það eða í 7 ár.

Svo fór ég að hugsa; getur verið að það sé af því "Pepsi" er 2ja atkvæða orð á meðan "Kók" er eitt atkvæði? Í kjölfarið setti ég saman markaðssetningarplan fyrir Pepsi, til að ná yfirburðum á gosmarkaðnum eða amk svo ég skipti yfir.

Planið er í 6 skrefum:

1. Breyta nafni Pepsi í "Pepp". Alltof seinlegt að segja "Pepsí".
2. Gera Pepp drykk sem væri alveg eins og kók á bragðið og fengi nafnið Upp. Samsett nafn yrði Upp-Pepp.
3. Kaupa Stjörnupopp vörumerkið.
4. Kaupa Pipp súkkulaðið.
5. Gera popp með myntu og súkkulaðibragði. Það myndi fá nafnið Pipp-popp.
6. Setja af stað markaðssetningu fyrir bíóhúsin: Upppepp og Pipppopp* á tilboði!

Kók myndi fljúga á hausinn.

*Upppepp = 71% stafa er p. Pipppopp = 75% stafa er p.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.