fimmtudagur, 17. september 2009

Fólk er alltaf að tala um að ég lyfti hnjánum of hátt þegar ég geng kampakátur um götur borgarinnar. Því hef ég mótmælt í gegnum tíðina án þess að geta sannað það með áþreifanlegum hætti. Ég hef því aðallega beitt háum öskrum gegn þessum ásökunum í þeirri von að fólk taki hávaða framyfir rök.

Í dag leit ég svo undir skónna mína og hvað varð úr því? Sönnun! Þessi mynd af umræddum skóm ætti að sanna í eitt skipti fyrir öll að ég er mjög latur labbari sem dregur hælana á eftir sér, ekki ósvipaður górillu (að því gefnu að hún dragi hælana á eftir sér).


Ég vinn. En er samt dapur yfir því.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.