mánudagur, 21. september 2009

Hér eru helstu fréttir vikunnar:

1. Æfing kvöldsins
Undirbúningskörfuboltatímabilið er komið á fullt hjá UMFÁ. Á körfuboltaæfingu kvöldsins stóð ég mig svo illa að mig grunar að ég muni segja barnabörnum mínum frá því. Tvö dæmi um slæma frammistöðu:
1. Sniðskot frá mér var varið á svo áberandi hátt að ég leit á það sem persónulega árás á mig og mína ættingja. Samt gat ég ekkert gert í því. Nema auðvitað kallað villu.
2. Ég var feikaður svo rosalega upp [að vera feikaður upp = þegar sóknarmaður þykist ætla að skjóta og varnarmaður stekkur að óþörfu] að ég ekki aðeins stökk upp að óþörfu heldur hljóp út í bíl, kveikti á honum og gerði mig tilbúinn að fara heim, áður en ég áttaði mig á því að um gabb var að ræða.
2. Mismælarinn
Það rifjaðist upp fyrir mér í gær að ég átti ein verstu mismæli allra tíma í bíói fyrir nokkru síðan en gleymdi að láta heiminn vita af þeim.

Ég sagði bíófélaganum, sem er ung dama, að ná góðum sætum á meðan ég sótti nammið. Svo spurði ég "Viltu ekki annars kokk og póp?" (Ens.: Cock og pope). Hún þáði póp.

3. Matargangurinn
Í blokkinni sem ég bý í núna er yfirleitt mjög sterk matarlykt á ganginum. Þar sem ég þarf að ganga upp 3 hæðir í þessari lykt, fer hún mjög í taugarnar á mér.

Fyrir rúmum mánuði hætti svo þessi lykt að yfirtaka stigaganginn. Ég fagnaði því að áhugafólk um eldamennsku væri farið að kynna sér opnun á gluggum og/eða aðra loftræstingarmöguleika. En í dag var lyktin svo komin aftur. Í fréttum: "Ramadan kjaftæðinu er lokið hjá múslimum".

Frábært.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.