Ég hef löngum haldið því fram að ég geti ekki fitnað. Það hefur gengið svo langt að ég hef samið lag og dans um það við litla hrifningu fólks sem fitnar við að anda að sér gerlum.
Ég sá í dag að þetta var ótillitsamt af mér. Ég biðst afsökunnar. Ég fitnaði nefnilega í dag eftir körfuboltaæfingu og mér líður hræðilega.
Baugfingur hægri handar bugaðist undan óhollustunni og viðbjóðnum sem ég borða og tók upp á því að snarfitna. Hér er mynd af hlussunni:
Það þurfti ekki mikið til að hann bugaðist; eitt högg í rifbeinin á sjálfum mér, við að fljúga á hausinn á miðri æfingu.
Allavega, ég er farinn að gera puttaæfingar.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.