sunnudagur, 6. september 2009

Ég hef komist að því að ég er mikið fyrir raunverulega hluti. Ég get t.d. ekki spilað tölvuleiki nema þeir séu raunhæfir. Sem útskýrir af hverju ég spila enga tölvuleiki.

Ég get ekki haft gaman af science fiction bíómyndum nema þær séu raunhæfar. Ef dýr eru byrjuð að tala þá hætti ég að hafa gaman af. Yfirleitt tryllist ég.

Og í gær komst ég að því að brandarar verða að vera raunverulegir svo ég geti hlegið. Nokkur dæmi:

* Hversu marga þarf til að skipta um ljósaperu?
Svar: Einn.

* Maður gengur inn á bar. Hann á við áfengisvandamál að stríða sem er að eyðileggja fjölskyldu hans.

*
a: Bank bank.
b: Hver er þar?
a: Jón.
b: Komdu inn. Það er ólæst.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.