Hér er Excel tip dagsins (eða ársins ef ég kem ekki með fleiri á þessu ári):
Segjum sem svo að ég sé með textann 7.1.2008 - 13.1.2008 í cellu A2 og að ég vilji vita hvaða viku er um að ræða. Einnig vil ég bæta "Vika" fyrir framan og árinu fyrir aftan, svo niðurstaðan ætti að verða "Vika 2 2008". Mjög algengt og alvarlegt vandamál.
Lausnin er skemmtileg og fyndin:
=IFERROR("Vika "&WEEKNUM(LEFT(A2;FIND(" -";A2)-1))&" "&RIGHT(A2;4);"")
Ég geri ráð fyrir að framleiðni Íslands muni aukast um amk 5% við þessa formúlu.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.