þriðjudagur, 4. ágúst 2009

Í morgun, þegar ég tók til á borðinu mínu rakst ég á símanúmer sem var hripað á blað. Ég vildi henda miðanum en vissi ekki hvort númerið væri mikilvægt.

Svo ég fór á simaskra.is og fletti upp númerinu. Niðurstaða: Finnur Torfi Gunnarsson [= ég].

Ég ákvað að henda miðanum ekki.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.