miðvikudagur, 5. ágúst 2009

Í dag:

* Borgaði ég 85.000 krónur fyrir viðgerð á bílnum mínum. Þá hef ég samtals greitt um 17 milljónir í viðgerðir á honum.
* Kom í ljós að ég verð að vinna eins og múlasni á morgun, fimmtudag.
* Kom í ljós að ég verð að fresta ferð minni austur á land á sunnudaginn vegna aukavinnu sem ég fékk. Þessi vinna er unnin til að greiða viðgerð(ir) á bílnum.
* Kom í ljós að ég er 8 mínútur að ganga í vinnuna frá nýju íbúðinni. Ég var 15 mínútur að keyra í vinnuna frá gömlu íbúðinni.
* Brosti stelpan í mötuneytinu til mín.
* Bætti ég öskurmet á körfuboltaæfingu til að fá útrás. Góð tilfinning.
* Lagðist ég upp í sófa eftir körfuboltaæfingu, úrvinda. Of úrvinda til að skipta um stöð þegar Sex and the city byrjaði. Nú líður mér eins og andlegu nauðgunarfórnarlambi.

Allt í allt mjög góður dagur.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.