mánudagur, 3. ágúst 2009

Ég hef ekki nöldrað í rúmlega korter. Hér er því listi yfir þær frægu hljómsveitir sem ég get alls ekki hlustað á án þess að þurfa að skaða mig:

1. Sálin hans Jóns míns
Andstyggileg tónlist.

2. The Killers
Gríðarlega ofmetin sveit. Sérstaklega eftir lagið "Human" sem er það versta sem ég hef heyrt í mörg ár.

3. U2
Hef aldrei haft gaman af henni. Nýjustu diskar sveitarinnar gera lítið til að koma í veg fyrir að ég gubbi úr leiðindum.

4. Allar R&B sveitir/allir R&B tónlistarmenn
Stefnulaust drasl þar sem áherslan er á að vera töff. Og ég hata allt töff.

5. Stuðmenn
Allt fyrir 1985 er fínt. Restina forðast ég eins og syndina.

Þetta er auðvitað ekki tæmandi listi. Ég er endalaus uppspretta nöldurs þegar kemur að vinsælum hljómsveitum.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.