miðvikudagur, 15. júlí 2009

Í gær ákvað ég að fara í sund í stað ræktar, þar sem hitinn var óbærilegur. Til að undirstrika dugnað minn valdi ég að mæla sundvegalengdina í megametrun í stað kílómetra.

Svo fann ég bekk og lá þar í 2 tíma, eða þar til ég varð svartasti maður sem ég þekki.

Niðurstaða:
Ég synti alls 0,0 megametra*.
Varð megasvartur* eftir sólbaðið.
Fór á megabömmer* yfir ræktarleysinu síðar um kvöldið.

* 1 mega = 1.000.000. Dæmi: 1 megametri = 1.000.000 metrar eða 1.000 kílómetrar.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.