fimmtudagur, 16. júlí 2009

Hér er það sem ég las, sá og heyrði í dag:

1. Frétt í Fréttablaðinu
„Mildi þykir að ungur maður hafi ekki beðið bana þegar bíll sem hann sat í sprakk í tætlur skammt utan við Akranes aðfaranótt mánudags. Maðurinn, sem er tæplega tvítugur, hafði verið að sniffa gas úr níu kílóa gaskút í bílnum og hugðist svo kveikja sér í sígarettu. Þá sprakk bíllinn.“

Ég gapti í ca þrjú korter eftir að hafa lesið fréttina. Til að byrja með; sorglegt hvernig fór fyrir manninum. Orðalag fréttarinnar er þó vægast sagt skrautlegt. Ég gerði þær línur sem mér fannst mest til koma, feitar.

2. Meðmæli Dr. Steve Brule
Doktor nokkur úr þáttunum Tim & Eric awesome show, great job! kemur með góð ráð fyrir einhleypa:


Snilldarþættir.

3. Hljóð í bílnum
Ég heyrði hljóð í bílnum, sem getur ekki talist eðlilegt. Og það eftir að ég hef greitt um 70.000 krónur fyrir að útiloka að hljóðið komi frá pústkerfinu eða bremsuklossunum. Sem minnir mig á þetta lag:4. Fínt lag
Vafrandi um í Google Chrome fann ég lagið Triple chrome dipped með Michna. Getur ekki verið tilviljun.


Mæli með því að lesendur hlusti á þetta lag með höfuðtól.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.