fimmtudagur, 16. júlí 2009

Í dag drakk ég einn vítamínríkasta orkudrykk sem ég hef séð. Hann innihélt m.a.:

B12 vítamín: 7567% af ráðlögðum dagskammti.
B6 vítamín: 2200% af ráðlögðum dagskammti.
Niacin sýra: 190% af ráðlögðum dagskammti.

Ég þarf semsagt ekki að neyða ofan í mig B12 vítamín aftur fyrr en í lok september. Ljúft!

Það er ekki það merkilegasta við þennan drykk heldur nafnið á honum. Hann ber það virðulega nafn Extreme energy 6-hour shot, með sloganið "World's most extreme energy shot". TO THE MAX!

Þessi færsla var barin inn með hnefahöggum og lesin upp öskrandi til að tékka innsláttarvillur, skömmu eftir að drykkurinn var drukkinn. Radical orka!

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.