Oftar en ekki er ég spurður "Hvernig skiptist tónlistarsmekkur þinn hlutfallslega niður á tónlistarstefnur og hvernig hefur hann þróast frá fæðingu?". Ég er orðinn frekar þreyttur á því svo hér kemur ítarlegt svar:
Tónlistarstefnur sem hafðar eru í gröfunum eru rokk, popp, raftónlist, kántrí, klassík og jólalög.
Mynd 1:
Hér má sjá mínúturnar á dag sem eytt hefur verið í hlustun á tónlistarstefnur (og heildarhlustun). Ég virðist hlusta meira og meira á tónlist, með hækkandi aldri.
Mynd 2:
Hér sést hlutfallsleg skipting á tímanum sem eytt er í tónlist milli tónlistarstefna. Þarna sést skýrt hvernig poppinu er skipt út fyrir rokkið og rokkið og poppinu skipt út fyrir raftónlistina. Ennfremur sést æskublóminn deyja með minnkandi hlustun á jólalög.
Mynd 3:
Þessi mynd er sett upp til að sýna hvernig tónlistarhlustun mín er uppfyllt af umræddum tónlistarstefnum. Raftónlist á hug minn allan þessi árin.
Ath. Það má smella á allar myndir fyrir stærri og þar af leiðandi meira spennandi eintök.
Ég geri ráð fyrir að fólk hætti nú að spyrja út í tónlistarsmekksþróun mína og fari að spyrja meira út í gráu hárin á hausnum á mér, sem farin eru að vekja athygli.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.