miðvikudagur, 3. júní 2009

Í gær, klukkan 18:59 ætlaði ég að skjótast yfir í mötuneyti 365 til að kaupa mér banana fyrir rækt, en mötuneytið lokar kl 19:00 svo tíminn var knappur. Á leiðinni þangað rakst ég á mann sem var greinilega að koma úr mötuneytinu.

Ég: Er semsagt enn opið?
hann: hvar?
ég: Í mötuneytinu.
hann: tja... jah, ég er ekki viss.
ég: Nú?
hann: Afgreiðslumaðurinn var að gera sig tilbúinn að loka.
ég: já ok, ég reyni samt.
hann: já, flýttu þ...
*Smellur*

Hurðinni að mötuneytinu læst fyrir aftan mig.

Ég: :-(
Hann: :-/

Þetta er sönnungargagn númer ∞ um að mannleg samskipti hafi aldrei leitt neitt gott af sér.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.