fimmtudagur, 11. júní 2009

Í gær skar ég mig til blóðs á tveimur puttum við að reyna að opna orkudrykkjarflösku í ræktinni.

Þetta er án efa versti árangur við að opna eitthvað og langheimskulegasta tólið til að skera mig til blóðs með. Hér er annars listinn:

5. Hnífur - Við að ná í sundur frosnum smákökum.
4. Rakvélablað - Fann eitthvað blautt í tösku; blóðugir puttar mínir eftir rakvélablað.
3. Glerbrot - Reyndar á fæti. Og af því það var skilið eftir á gólfinu heima.
2. Blað - Óteljandi oft.
1. Orkudrykkur - Aðeins of æstur í drykkinn.

Gríðarlega óspennandi listi. Líklega með þeim minnst spennandi sem ég hef gert. Listi um það síðar.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.