sunnudagur, 14. júní 2009

Ég átti mína bestu körfuboltahreyfingu hingað til á körfuboltaæfingu gærdagsins þegar mitt lið var 10-9 yfir (í leik upp í 11) og ég keyrði í átt að körfunni með boltann, stefnandi á öruggt sniðskot.

Þar mætti mér þróttugur drengur sem braut á mér í loftinu svo ég snérist í hálfhring og kastaði snúningsbolta aftur fyrir mig í spjaldið ofan í.

Ég er með harðsperrur hendinni eftir öll hæ fævin sem ég fékk.

En þessi gleði entist ekki lengi. Ég kaus að líta á svörtu hliðarnar, til að ójafnvægi myndaðist ekki í blóðinu. Ég hefði getað gert þessa hreyfingu í alvöru leik. Með fullt af áhorfendum. Jafnvel myndavélar (og klappstýrur). En nei, ég gerði mína bestu hreyfingu á 7 manna sumarkörfuboltaæfingu sem er gleymd daginn eftir.

Það var mér til happs að hugsa þetta allt í sturtunni, svo enginn sá tárin.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.