miðvikudagur, 10. júní 2009

Þegar ég sá veðurspánna um daginn, sem innihélt helling af rigningu, hvíslaði ég óhugnarlega "glæsilegt" og meinti það.

Nóttina eftir, þegar ég gat illa sofið fyrir sólskini og hita í herberginu, hugsaði ég hvað ég saknaði vetrarins þegar hægt er að hjúfra sig undir risasængina mína án þess að svitna, í svartnætti.

Daginn eftir fór ég í kolsvörtu fötin mín, greiddi mér einkennilega og keyrði í vinnuna þar sem ég öskraði "Fökking djöfulsins hálfviti!" á einhvern bíl sem gaf ekki stefnuljós.

Þá fyrst áttaði ég mig; ég er bara einu öri í andliti og einu plani um eilífan vetur frá því að vera eitt mesta illmenni mannkynssögunnar.

Sem færir mig að tilgangi þessarar bloggfærslu; hér er topp 5 listi yfir uppáhalds vondu kallana mína í bíómyndum:

5. Agent Smith - The Matrix
4. The Thin Man - Charlie's Angels
3. Patrick Bateman - American Psycho
2. The Joker - The Dark Knight
1. John Doe - Seven

Tvö bónus illmenni sem náðu ekki á topp 5

* The Albino Twins - The Matrix Reloaded
* Dr. Octopus - Spiderman 2

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.