mánudagur, 15. júní 2009

Ég hef fengið einingu af símtali (næstum tugi símtala) þar sem ég var skammaður yfir lagaleysi á þessari síðu, síðasta laugardag.

Ástæðan er einföld; ég var of upptekinn við að drullutapa í póker á netinu. Ég bæti það upp hér með.

Fyrst er nýtt myndband við nokkuð gamalt lag lag FM Belfast, Par Avion, af stórkostlegri plötu þeirra How to make friends.

Ég fór einmitt sælla minninga á dansiball þeirra og Ratatat á Broadway í desember síðastliðinum, þar sem ég skemmti mér konunglega, þrátt fyrir misgáfuleg atvik.

Ekki þeirra besta lag, en mjög gott samt:Seinna lagið er óvenjulegt. Það er auglýsingastef úr nýjustu Vodafone auglýsingunni en hana sá ég fyrst í bíó á föstudaginn, þar sem ég tók andköf yfir laginu, gæði auglýsingunnar, fegurð módelanna og frábæru tilboði hjá Vodafone. Líklega flottasta auglýsing sem ég hef séð (edrú).


Þessi auglýsing minnir mig nokkuð mikið á þennan morgun, þegar ég mætti hrossaflugugengi á leið að bílnum. Stærstu flugur sem ég hef séð. Þá tel ég vísindaskáldsögubíómyndir með.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.