sunnudagur, 24. maí 2009

Ég er líklega eini maðurinn á landinu sem á mjög innihaldsrík samtöl við sjónvarpstækið sitt.

Í fyrrakvöld lá ég sallarólegur í sófanum heima að horfa á Lakers spila gegn Denver á Stöð 2 Sport þegar Jordan Farmar á mjög smekklega stoðsendingu. Þá tók eftirfarandi samtal við:

Baldur Beck, lýsir á Stöð 2 Sport: "Þetta var stórgóð sending hjá Farmar. Það mætti halda að John Stockton væri mættur á völlinn".
Ég, aðdáandi John Stockton: "Kjaftæði!"
Baldur: "Fyrirgefðu Finnur"
Ég: "Allt í lagi. Ég veit að þú meintir þetta ekki."

*Auglýsingahlé*

Þetta er algjörlega sönn saga. Þeir sem horfðu á leikinn geta vottað það.

Til að sanna það fylgir hér lag:
Ekki spyrja hvernig lagið sannar söguna. Það bara gerir það!

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.