föstudagur, 22. maí 2009

Það lítur út fyrir að áfanginn "Hvernig angra skal Finn - 303" (haf-303) sé kenndur í íbúðunum fyrir ofan og neðan.

Ég sofna við dúndrandi ástarmök á hæðinni fyrir neðan seint á nóttunni, vakna við snarvitlaus harmónikkusóló á morgnanna og anda að mér ferskum sígarettureyk á kvöldin þegar ég spóka mig á svölunum með límónaði í sólinni, ruggandi mér í ruggustólnum.

Ég samgleðst nemendunum. Þeir ná allir með hæstu einkunn. Vona að þeir noti lærdóminn í eitthvað skapandi.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.