Nýlega sá ég myndina 28 days later og skemmti mér mjög vel eins og flestir aðrir sem hafa séð hana. Myndin fjallar um banvæna veiru sem breytir almenningi í blóðþyrsta hrotta.
Hún hefur spennu, æsispennu, fallega náttúru og aðeins meiri spennu. Hvað gæti hún mögulega boðið upp á meira? Kannski meiri spennu, ég veit ekki. Allavega, mjög góð mynd.
Sem færir mig að máli málanna; 28 days later er ástæðan fyrir því að ég hef ekki áhyggjur af því að Svínaflensan muni tröllríða öllu hérna. Hljómar eins og gott partí.
Og hvað er svo það versta sem gæti gerst? Að ég deyi hræðilegum dauðdaga? Er það virkilega svo slæmt? Ég veit ekki með ykkur en mér hefur alltaf verið frekar illa við mig.
Sofið rótt.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.