Ég er mjög vanafastur maður. Ég þoli illa breytingar og geri hvað ég get til að auðvelda mér þær, sé ég neyddur í þær. Þessi breytingafælni mín jaðrar við geðveiki, en er það auðvitað ekki.
Gott dæmi um þessa fælni eru viðbrögð mín við því að vera ekki lengur með meðleigjanda. Ég hef nú leigt einn í næstum 2 mánuði. Hér eru nokkur atriði sem hafa ekki breyst, þökk sé duttlungum mínum:
* Nafn meðleigjandans er enn á bjöllunni.
* Ég læsi enn hurðinni að mér þegar ég fer á salernið eða í sturtu.
* Ég loka alltaf að mér hurðinni þegar ég fer að sofa og læsi stundum.
* Ég nota höfuðtól þegar ég hlusta á tónlist til að vekja ekki fyrrum meðleigjandann.
* Þegar ég horfi á sjónvarpið þá spyr ég hann enn hvort hann vilji horfa á eitthvað annað. Og verð svo fúll þegar hann vill það.
* Ég ásaka hann enn um að hafa stolið mjólkinni minni úr ísskápnum, þó hann harðneiti alltaf.
* Ég bið hann enn um að lækka í sjónvarpinu þegar ég get ekki sofnað undan öskrum og hávaða.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.