Í gær tók ég frí megnið af deginum til að fullkomna ofurhæfileika sem ég hélt alltaf að ég byggi yfir. Ég er því orðin hálfgerð ofurhetja. Hér eru upplýsingarnar:
Ofurhetjunafn: Hypersomnia-man (Ofursofarinn).
Einnig þekktur sem: The Yawner (Geisparinn).
Hæfileiki: Getur sofið endalaust og geispað að vild.
Veikleiki: Hávaði, stress og símhringingar.
Ofurhetjubúningur: Kemur ykkur ekkert við!
Eins og allar ofurhetjur þá á ég mér erkióvin. Tvo meira að segja. Hér eru tæmandi upplýsingar um þá:
Ofurhetjunafn: Kapteinn Harmónikka.
Einnig þekktur sem: Tillitslausa fíflið.
Hæfileiki: Getur spilað á harmónikku tímunum saman. Byrjar alltaf klukkan 9 á morgnanna. Býr í íbúðinni fyrir ofan mig.
Veikleiki: Spaugstofan. Spilar ekki á meðan.
Ofurhetjubúningur: Heklað vesti.
Ofurhetjunafn: The firm (Vinnan).
Einnig þekktur sem: 365.
Hæfileiki: Getur hringt hvenær sem er og fengið mig til að vinna.
Veikleiki: Hún er háð því að ég svari í símann.
Ofurhetjubúningur: Enginn. Stofnanir ganga ekki í fötum, held ég.
Svo er fólk að segja að líf mitt sé ömurlegt. Hver dagur er ævintýri.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.