mánudagur, 6. apríl 2009

Ég er ekki mjög vel máli farinn í dag. Þá er hentugt að skrifa krossablogg. Krossar eru merktir við það sem ég gerði í dag:

Almennt
[X] Svaf yfir mig.
[X] Vann.
[ ] Fór í rækt.
[X] Grét úr samviskubiti á leiðinni heim.

Heima
[X] Keypti happdrættismiða af heyrnarlausum manni.
[ ] Af því ég er áhugamaður um happdrætti.
[X] Af því ég skildi ekki orð af því sem hann sagði.

Í sófanum
[X] Borðaði máltíð sem ég hafði eldað.
[X] Horfði á körfuboltaleik.
[ ] Vakti allan tímann.
[ ] Vaknaði með hníf í brjóstinu.
[X] Vaknaði með sviða í brjóstinu.

Núna
[ ] Er Bylgjuhress.
[X] Klæjar í andlitið af nammilöngun.
[ ] Veit hvernig á að enda þetta blogg.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.