mánudagur, 30. mars 2009

Örsaga í upptalningauppsetningu:
1. Töff 14 ára bolurinn minn fékk á sig feiti um daginn sem náðist ekki úr.
2. Ég var ekki töff á meðan.
3. Ég prófaði að setja uppþvottalög á blettinn og þvoði aftur.
4. Það virkaði.
5. Ég er kominn aftur með töff 14 ára bolinn.
6. Nettó töffaraskapur minn minnkaði þó um 35% við að finna upp heimilisráð.
7. Ég sé eftir að hafa ekki hent bolnum á meðan ég gat.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.