sunnudagur, 8. mars 2009

Í tónlistarfréttum er þetta helst:

Sebastien Tellier hefur gefið út myndband við lagið Roche af disknum Sexuality. Myndbandið er sérstakt svo ekki sé meira sagt og lagið stórgott, sem er gefið þegar Tellier á í hlut.

Ég er sérstaklega ánægður með senuna þegar hann liggur í sandinum með risastóran hvítan bolta á sér í hálfa sekúndu (1:24). Myndbandið er hér að neðan:



Nýlega heyrði ég lag í útvarpinu sem mér fannst áhugavert. Svo áhugavert að ég varð að eignast það.

Nú, 3 dögum síðar á ég erfitt að hemja mig frá því að rífa mig úr að ofan þegar ég heyri það. Líklega eitt af lögum ársins hjá mér.

Lagið heitir Quicksand og er með bresku popp/electro sveitinni La Roux:



Skemmtileg tilviljun að bæði myndböndin byrja nánast eins. Andlit í sjónum við sólsetur/sólarupprás.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.