laugardagur, 7. mars 2009

Ég áttaði mig nýlega á því, til mikillar skelfingar, að vegabréfið mitt er útrunnið. Ég hata reyndar ferðalög erlendis meira en syndina en ég hata þó ennþá meira að vera óviðbúinn. Svo ég hyggst endurnýja vegabréfið.

Ég fæ að velja mynd í vegabréfið. Ég er gríðarlega valkvíðinn en hef þó náð að fækka valmöguleikunum niður í tvær myndir. Ég bið lesendur hérmeð um að hjálpa mér að velja.

Fyrri myndin er tekin í partíi fyrir tveimur árum. Ég er mjög sáttur við hana þar sem hún fangar minn innri mann nokkuð vel:


Margir kvörtuðu þó yfir því að ég væri of alvarlegur á henni, að mitt stórbrotna bros væri falið á bakvið þessar munúðarlegu varir.

Fyrir nokkrum kvöldum bætti ég úr því og brosti fallega fyrir myndavélina. Ég viðurkenni að ég var eiginlega búinn að gleyma hvernig ætti að brosa, en ég reyndi þó mitt besta. Hér er niðurstaðan:


Hvað segja lesendur; bros eða brosleysi?

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.