Hér er viðvörun til allra vina minna. Sá orðrómur er í gangi að maður þurfi maka og að stofna fjölskyldu með makanum til að verða hamingjusamur. Það er vitleysa!
Í kvöld smakkaði ég skúffuköku með kókoskurli frá Myllunni í fyrsta skipti. Og ég varð hamingjusamur, slík var alsælan.
Lærdómur: Ekki eignast maka og börn! Fáið ykkur skúffuköku með kókoskurli frá Myllunni í staðinn, til að vera hamingjusöm.
Ég má ekki við því að missa fleiri ræktar- og bíófélaga.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.