þriðjudagur, 17. mars 2009


Síðustu tvö kvöld hef ég farið í bíó til að bæta upp fyrir umtalsvert metnaðarleysi í bíóferðum síðasta mánuðinn.

Í gærkvöldi sá ég myndina Marley and me sem fjallar um fjölskyldu og hvernig hún vex.

Í kvöld sá ég myndina Watchmen, sem er ofurhetjumynd og ég er ekki alveg viss um hvað er.

Þessar tvær myndir, þó á yfirborðinu virðist ólíkar, eiga eitt veigamikið atriði sameiginlegt; í hvorri mynd fyrir sig er eitt atriði sem truflar myndina, svo ekki sé meira sagt.

Í Marley and me er einhver helvítis hundur alltaf truflandi söguþráðinn svo erfitt er að hafa gaman af henni. Reyndar ekki séns að hafa gaman af jafn daufri og leiðinlegri fjölskyldumynd, nema maður hafi gaman af óþolandi hundum.

Í Watchmen er það typpi. Ein aðalpersónan gengur um á typpinu allan tímann. Og það er ekkert falið. Ég er ekki kveif, bara óvanur því að sjá typpi í einhverju sem ég hélt að ætti að vera rómantísk ofurhetjugamanmynd.

Marley and me: 1 stjarna af 4.
Watchmen: 2 stjarna af 4.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.