miðvikudagur, 25. mars 2009

Hér er það helsta í fréttum:

* Ég tók mér frí fyrir hádegi í dag til að kaupa mér nýja sæng og fleira. Ég náði að sofa yfir mig í vinnuna og keypti ekkert. Besta frí sem ég hef tekið.

* Eftir rúm 10 ár af því að sofa með fæturnar undan sænginni minni hef ég ákveðið að kaupa stærri sæng. Framtakssemin væri gríðarleg, ef ég hefði ekki sofið yfir mig í morgun.

* Áður en ég sofnaði í gærkvöldi skrifaði ég nokkur minnisatriði í lófann á mér. Þegar ég vaknaði svo í morgun voru atriðin komin á ennið á mér, eftir að ég hafði sofnað með lófann á enninu.

* Ég hef eignast nýjan uppáhaldsgrínista. Hann heitir Louis CK og á meðal annars þetta uppistand og þennan rándýra skets:

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.