fimmtudagur, 26. mars 2009

Það er komið að þeim bloggfærslum sem aldrei rata inn á síðuna af ýmsum ástæðum:

* Ég bloggaði um það þegar mér tókst að lyfta 100 kg í bekkpressu fyrir einhverju síðan. Um daginn tók ég bekkpressu og reyndi við 100 kg. Mér tókst ekki að ná þeim upp og tognaði næstum í lærvöðva í leiðinni. Um það mun ég aldrei blogga!

* Ég skrifa aldrei um tiltektir hjá mér. Góð ástæða fyrir því.

* Ég spila póker á netinu og stundum vinn ég. Þá skrifa ég langar og ítarlegar færslur með myndum. Jafn oft tapa ég. Þá kýli ég í vegg öskrandi.

* Ég átti mjög góðan dag um daginn, sem innihélt rækt, heitan pott, ljósatíma (?!) og út að borða með vinkonu. Ekkert fór úrskeiðis, góðar máltíðir og snemma að sofa. Því var engin ástæða til að skrifa um það.

* Pet Shop Boys er að gefa út nýja plötu. Fyrsta lagið af plötunni hefur verið gefið út. Það heitir Love Etc og er nokkuð grípandi. En þetta eru Pet Shop Boys, svo ég myndi líklega aldrei deila laginu á þessari síðu:

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.