föstudagur, 27. mars 2009

Ég hef loksins fjárfest í nýrri sæng sem er 10% lengri en sú gamla. Það ætti að koma í veg fyrir að ég frysti af mér tærnar eða fái hryggskekkju á því að vera í fósturstellingunni undir sænginni, hágrátandi úr kulda.

Ekki nóg með þetta því ég keypti mér verkjatöflur í dag. Næsti VISA reikningur mun líklega buga mig.

En þá að aðalefni pistilsins; gamla sængin mín fæst gefins, gegn því að afhendingargjald sé greitt, 25.000 krónur. Áhugasamir hafi samband með öllum tiltækum ráðum.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.