þriðjudagur, 3. mars 2009

Ég fer að verða úrkula vonar um að geta vaknað á morgnanna. Nýlega fékk ég mér útvarp sem kveikir á sér þegar ég á að vakna. Hljómar mjög áhrifaríkt en hugur minn nær að sneiða framhjá því.

Í morgun dreymdi mig gullævintýri í Afríku með Guðna Ágústssyni þar sem ótrúlegt magn upplýsinga kom fram um gull og demanta.

Þegar ég svo rumskaði hafði útvarpið verið í gangi í ca hálftíma og morgunútvarp Rásar 2 að kveðja. Það hafði tekið viðtal við gull- og demantasérfræðing, hvers rödd var mjög lík rödd Guðna Ágústssonar.

Ég fékk þetta staðfest á netinu með því að hlusta á upptöku þáttarins hér (þegar ca 93% er búið af þættinum). Ótrúlegt að geta hlustað á drauminn sinn.

Á morgun stefni ég á að vakna við lýsingar ofurhetju á því hvernig það sé að fljúga (mögulega í gegnum tíma og rúm).

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.