mánudagur, 2. mars 2009

Á föstudaginn spilaði ég póker með pókerklúbbnum Fljúgðu Haukur [ekki spyrja út í nafnið]. Alls vorum við 11. En það er ekki fréttnæmt.

Það sem er hinsvegar fréttnæmt er að ég fór tvisvar sinnum all-in (veðjaði öllum peningunum mínum) þegar ég átti 365 chips eftir. Ég vinn hjá 365. Og ég vann í bæði skiptin með 365 chips, nema í annað þeirra.

Ég lenti í 7. sæti, sem er 600% verri árangur en 1. sætið. Og nú eru liðnir 365 dagar frá því ég vann pókerkvöld síðast! Ótrúlegt.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.