miðvikudagur, 4. febrúar 2009

Æðsti draumur sérhvers manns rættist hjá mér í annað sinn um ævina á körfuboltaæfingu kvöldsins þegar ég fékk glóðarauga eftir fislétt högg frá mótherja.

Þessi draumur snérist í andhverfu sína þegar í ljós var komið hvernig glóðarauga þetta er.

Næstu daga er ég tvífari Amy Winehouse:

Amy litla lipurtá.


Ég, að berjast við tárin.


Þetta er frekar slæmt í ljósi þess að ég stefni á Familjen tónleika eftir 2 sólarhringa. En það má redda öllu með andlitsfarða.

Ef einhver getur lánað mér fjólubláan augnskugga til að setja á vinstra augað, svo ég sé samhverfur, þá væri það vel þegið. Svo væri flott að fá ca 12 kíló af dópi svo ég nái Amy Winehouse betur.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.