Kolla systir og Árni Már eignuðust sitt fyrsta barn í gær! Dóttur, nánar tiltekið. Til hamingju með það, Kolla og Árni!
Þetta er þriðja barn systkina minna, fjórða ef Excel skjöl eru talin með. Svona lítur þá ættartréið út.
Þá er komið að nafnatillögum. Hér eru nokkrar frá mér:
Finnsína Torfhildur
Þetta er bara fallegt nafn sem ég rakst á í einhverju glanstímariti. Ég man ekki hvaða.
Leopoldína
Langa langa langa langa amma okkar hét Leopoldína. Það væri okkur mikils virði ef héldir uppi minningunni.
Gottfreðlína Emerentíana
Þetta er löglegt nafn, sem er næg ástæða til að nota það.
Guðrún
Fínt nafn.
Veljið rétt, Árni og Kolla!
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.