laugardagur, 7. febrúar 2009

Þessi veikindi mín hafa kostað mig eftirfarandi:

* Þrjár ræktarferðir.
* Dansiball með Familjen.
* Stelpupartí.
* Geðheilsuna.
* 2-3 kg.
* Þrjár bíóferðir á laugardagskvöldið¹.
* Þrjár rúllur af snýtipappír.

Ég hef hinsvegar grætt eftirfarandi á flensunni:

* Ég á helling af áfengi.
* Ég var ekki þunnur í gær. Samt út úr heiminum.
* Helling af svefni.
* 100 krónur sem ég fann í sófanum².
* Tíma til að skrifa þessa færslu.

¹ Var boðið í bíó af þremur einstaklingum. Hefði líklega bara farið einu sinni.
² Þá vantar bara 1.599.999.999.999,3 Evrur í viðbót til að landið sé skuldlaust.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.