Ég er spurður, hvert sem ég fer, hvernig ég hafi það af kvefinu sem ég fékk fyrir síðustu helgi. Og réttilega, þar sem kvef er andstyggilegt, sérstaklega fyrir karlkynið. Stelpur virðast fá veikt afbrigði af því.
Þið sem ekki hafið náð sambandi við mig, varðandi kvefið, ættuð að lesa áfram.
Ég fann fyrir fyrstu einkennum kvefsins fimmtudaginn 5. febrúar síðastliðinn og fór því snemma að sofa það kvöldið. Daginn eftir vaknaði ég nærri dauða en lífi.
Hér er tafla yfir ýmsar mælieiningar kvefsins:
Ég hafði miðvikudaginn með til gamans.
Í töflunni má sjá hvernig líðanin (sem er á skalanum 0-10. 0 verandi dauði og 10 alsæla) hrynur á föstudaginn niður í 1! Það er um svipað leyti og hnerrarnir ná hámarki. Snýtingarnar áttu þó eftir að aukast. Laugardagurinn var tekinn undir legu og sjálfsvorkunn í formi gráts og öskra.
Það virtist virka, því eftir laugardaginn er allt á uppleið. Í dag er ég nærri fullri heilsu eftir leiðinlega helgi. Þetta kvef hafði úr krafsinu 60,8 snýtingar á dag að meðaltali og rúmlega 230 hnerra alls.
Hér er svo kvefið í línuriti/stöplariti:
Smellið á myndina fyrir stærra, útprentanlegt eintak.
Þið sem nennið ekki að lesa tölfræði kvefsins lesið eftir þetta:
Ég hef það fínt.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.